Sumarið er tíminn ..

Í ýmsu skemmtilegu er að snúast á sumrin hjá björgunarsveitinni í bland við útköll, sem ekki taka sumarfrí. Hátíðir, eins og t.d. Sjómannadagurinn, Kjalarnesdagar hafa legið niðri undanfarin 2 ár eru nú haldnar aftur og gleðin við völd.  Undanfarið hefur verið nokkuð um útköll vegna innanbæjar leita og slysa á göngumönnum í fjalllendi í grennd við höfuðborgina – sem betur fer flest án teljandi skaða. Þá hefur Kjölur staðið vaktir vegna eldgossins í Meradölum undanfarið. Myndin hér að neðan er frá Kjalarnesdögum í sumar þar sem fjórhjólaferðir björgunarsveitarinnar njóta vinsælda.

.. og svo fór að gjósa. Kjölur mætti á eldgosavaktina.