Almenningur

 

Bílasímar Björgunarsveitarinnar Kjölur, Kjalarnesi
Kjölur 1  841-3111, Kjölur 2  841-3112

Bakvakt: 616 8493
Símar hjá einstökum meðlimum sveitar eru undir ‘Félagar’

Almannavarnir  
Leit og björgun 112
Veðurspá  
9020600
Færð á vegum 1777

Fáviðri og sjávarflóð – FORVARNIR:

Það telst fárviðri þegar vindhraði hefur náð 32 m/sek,
sem
 
jafngildir 64 hnútum (12 vindstig).

Ef Veðurstofa Íslands varar við veðri, skal taka það alvarlega.
Hlustið á tilkynningar og/eða viðvaranir sem kunna að vera gefnar.

Nauðsynlegt viðhald

Haldið húsakosti vel við. Gangið úr skugga um að þakplötur séu tryggilega festar, einnig þakrennur, grindverk og annað.

Lausir munir

Heftið fok lausra muna, svo sem ruslatunnur og annað garðdót.  Athuga sérstaklega aftaníkerrur og annað sem getur valdið miklu tjóni.

Lokið gluggum og hurðum

Fullvissið ykkur um að öllum gluggum og hurðum sé tryggilega lokað.

Skólar, ferðalög og mannamót

Aflýsið ferðalögum og mannamótum og sendið ekki börn í skóla.

Byrgið glugga

Byrgið glugga eða setjið öryggisfilmu á gler til að koma í veg fyrir skæðadrífu glerbrota ef rúða brotnar. Látið rúm ekki standa undir gluggum ef hætta er á ofsaveðri.

Heimilisáætlun


Þegar hættuástand skapast er fjöldahjálparstöð fyrir Kjalarnes (Reykjavík) Klébergsskóli.
Sjá nánar á síðu Almannavarna

Ef fólk vill fá nánari upplýsingar um veðurhæð milli Grundarhverfis og Mosfellsbæjar:
Veðurathugunarstöð við Skrauthóla
Veðurathugunarstöð við Esjuberg