Rysjótt tíð í febrúar

Það hefur verið í ýmis horn að líta hjá björgunarsveitum landsins í febrúar. Hver lægðin á fætur annarri hefur valdið usla með hvassviðri, og úrkomu af ýmsu tagi. Það sem af er febrúar eru 19 útköll komin hjá Kili, þar af 9 vegna veðurs hér á svæðinu eða í grenndinni.   Línuritsmyndin sýnir vikuyfirlit fyrir Skrauthólaveðurstöðina (af vef Veðurstofunnar). Á henni má sjá hvernig þrjár lægðir  hafa heimsótt okkur með stuttu millibili og mestu vindhviður skotist yfir 50 metra á sekúndu, ( 180 km/ klst ) miðjulægðin  er í fárviðrisstyrkleika. Vegalokanir eru tíðar og sýnist fólki sitt hvað um þær. Veður er mismunandi kringum… ‹ Lesa Meira