Útköll 2019

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í grennd við Tíðaskarð. Tveir menn fóru á vettvang.
F3 Útkall vegna ungs göngumanns sem slasaðist í Esjunni. Kjalarmenn fóru á fjórhjólum ásamt SHS og sóttu viðkomandi.
F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika í Grundarhverfi. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.
F2 Leit að heilabiluðum manni í Reykjavík. Þrír Kjalarmenn voru á leið í bæinn með fjórhjól þegar maðurinn fannst heill á húfi.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á staðinn.
F2 Útkall vegna yfirliðs göngumanns við Þverfellshorn í Esju. Kjölur sendi eitt fjórhjól í fjallið til aðstoðar öðrum björgum.
F1 Göngumaður sem slasaðist eftir grjóthrun við Þverfellshorn. Þrír Kjalarmenn mættu ásamt öðrum björgum..
F3 Austan stormur á Kjalarnesinu. Tvær tilkynningar um foktjón á húsum í Grundarhverfi. Alls fimm manns sinntu verkefnunum.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna slyss í heimahúsi. Tveir menn mættu á vettvang.
F2 Útkall vegna harðrar aftanákeyrslu á Hvalfjarðarvegi. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang. Lítil slys urðu á fólki.
F2 Þrír menn fóru til leitar við Ölfusárbrú. Slæmt veður var á svæðinu og einnig var farið í eitt óveðursverkefni í Hveragerði.
F2 Útkall vegna einstaklings með brjóstverk við Olís á Kjalarnesi. Tveir kjalarmenn fóru á vettvang.
F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.
F2 Útkall vegna veikinda í heimahúsi í Grundarhverfi. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang á Kjöl 2.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu í Kollafjarðarbotni. Einn fór á vettvang á Kjöl 2.
F1 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla í Hvalfjarðargöngum. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn. Tveir voru fluttir á slysadeild.
F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika í Grundarhverfi. Tveir menn fóru á vettvang.
F1 Brjóstverkur í heimahúsi í Grundarhverfi. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn og keyrðu sjúkling til móts við sjúkrabíl.
F2 Útkall vegna bílveltu á vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis. Einn maður fór á vettvang.
F2 Útkall vegna veikinda í heimahúsi. Þrír menn fóru af stað en afturkallað áður en komið var á vettvang.
F3 Lokun á Vesturlandsvegi um Kjalarnes í nokkrar klst vegna veðurhæðar og erfiðar færðar.
F2 Útkall vegna rútu með ferðamönnum sem valt í vondu veðri á Vesturlandsvegi. Lítil slys urðu á fólki. Tveir Kjalarmenn fóru á slysstað.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Einn maður fór á vettvang.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Kjós. Fimm menn fóru til aðstoðar.
F2 Útkall vegna einstaklings með krampa í nágrenni Grundarhverfis. Tveir menn fóru á staðinn.