Útköll 2020

F3 Útkall í Grundarhverfi vegna þakplatna sem losnuðu í hvassviðri. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 1..
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna vinds og skafrennings, aðallega í Kollafirði. Vegurinn var lokaður til um kl 01.
F2 Bílvelta á vesturlandsvegi sunnan Hvalfjarðargangna. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.
F2 Útkall vegna einstaklings á Kjalarnesinu með skyndilegan kviðverk. Tveir menn fóru á vettvang.
F2 Tveir fastir bílar í ófærð og hríð á Mosfellsheiði. Fólkið var sótt á Kjöl 1 og ekið til byggða.
F2 Leit að barni í Reykjavík. Fjórir menn voru lagðir af stað eða að gera sig klára þegar barnið fannst.
F2 Leit að konu við Mógilsá. Fjórhjólin og hundateymi fóru til leitar. Konan fannst eftir stutta leit.
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna hríðarveðurs og umferðaróhappa. Margir bílar fóru út af veginum.
F2 Lítil rúta við það að velta á vesturlandsvegi við Blikdalsá. Fólkinu var komið í skjól í Klébergsskóla. Hríðarveður og krapi.
F3 Framhaldsleit að göngumanni á Snæfellsnesi. Hundateymi, tvö fjórhjól og aðgerðastjórnandi fóru vestur.
F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í sumarhúsi í Kjós.