Kjölur hefur tekið þátt í 85 útköllum það sem af er ári og ekki útilokað að fleiri boðanir komi áður en klukkan hringir inn árið 2025. Flest útköllin hafa verið vegna bráðaveikinda eða slysa á Kjalarnesi og í Kjós og eru unnin með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Leitir á landi og sjó, gosvaktir og sjálfheldur eru einnig mörg í ár. Hinsvegar rataði óveður og ófærð lítið inn á okkar borð sem bendir til þess að tíðin hafi bara verið ágæt.
Starf sjálfboðaliðans í björgunarsveit snýst ekki bara um útköll, því einnig þarf að sinna viðhaldi tækja og búnaðar, slysavörnum, nauðsynlegar æfingar eða upprifjun og taka þátt í ýmsum samfélagslegum verkefnum. Ófáar vinnustundir, en allar fúslega unnnar í góðum félagsskap, eins og sjá má af myndum úr starfi hér að neðan. Ekkert af þessu væri þó gerlegt án þess að eiga góða að sem styðja við okkur með einum eða öðrum hætti. Bestu þakkir – fjölskyldur okkar, vinnuveitendur, fyrirtæki, nærsamfélag og almenningur. Óskum öllum gleðilegs nýs árs.
Nokkur ár eru síðan Kjölur hætti flugeldasölu en hægt er að styrkja okkur beint: reikningur 0315-26-26332, kt 690390-1089