Vettvangsvakt í Skaftafelli

 

Dagana 1.-12. ágúst sl. kom Kjölur að vettvangsvakt björgunarsveita í Skaftafelli. Tveir menn ásamt farartæki fóru á vegum sveitarinnar og stóðu vaktina ásamt góðum félögum víðs vegar af landinu. Vettvangsvaktin snýst, líkt og hálendisvaktin um forvarnir, stytta viðbragðstímann og styðja við björgunarsveitir á svæðinu. Verkefni voru nokkur og af ýmsu tagi en einnig gafst tækifæri til þess að njóta útivistar og náttúru í Öræfum. Á myndinni má sjá félaga frá Hjálparsveit skáta í Aðaldal, björgunarsveitinni Dagrenningu Hólmavík, slysavarnadeildinni Unu í Garði og Kili.