Útköll 2025

F2 Leit á höfuðborgarsvæðinu að ungum manni sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar í Seljahverfi.

F3 Eftirleit að manni sem saknað hefur verið síðan í mars. Eitt jetskíði leitaði fjörur við Geldinganes og norðanvert Reykjavík.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarlauss einstaklings. Einn Kjalarfélagi fór á staðinn.

F1 Leit að manni sem óttast var um við Seltjarnarnes og vesturbæ Reykjavíkur. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.

F3 Eftirleit á fjörum við Gufunes og Geldinganes. Tvö jetskíði fóru til leitar ásamt einum göngumanni.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Grundarhverfi. Þrír fóru á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda á Kjalarnesi. Einn fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Grundarhverfi. Þrír félagar fóru á staðinn.

F2 Leit að manni sem mögulega hafði farið í sjó við Kirkjusand. Leitað var á landi og sjó. Tvö fjórhjólateymi mættu.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda á Kjalarnesi. Tveir félagar fóru á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu á Hvalfjarðarvegi. Einn Kjalarmaður fór á slysstað.

F3 Lokun og umferðarstýring á vesturlandsvegi vegna brims og grjótkasts yfir veginn. Tveir menn á tveimur jeppum stóðu vaktina á háflóði.

F2 Útkall vegna hlaupara sem slasaðist á fæti undir Þverfellshorni í Esju. Fjórhjólateymi fór til aðstoðar sjúkraflutningamönnum.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis í Grundarhverfi. Þrír aðilar fór á vettvang.

F1 Útkall vegna göngumanns sem missti meðvitund við Grímansfell. Tveir göngumenn og fjórhjól fóru í útkallið.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist í Esjunni. Fjórhjól og tveir göngumenn fóru til aðstoðar sjúkraflutningamönnum.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þegar tveir slösuðust eftir ákeyrslu á ljósastaur. Einn fór á vettvang.

F2 Útkall vegna annarar rauðrar viðvörunar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir Kjalarmenn voru til taks en engin verkefni komu inn á heimasvæði.

F3 Rauð veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Tveir hópar, alls 7 manns, voru til taks í Þórnýjarbúð. Engin verkefni komu þó inn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna geðrænna veikinda. Tveir fóru af stað en afturkallað.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna geðrænna veikinda. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna geðrænna veikinda. Tveir fóru á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Grundarhverfi. Einn fór á staðinn.

F2 Leit að örvingluðum einstaklingi við Mosfellsbæ. Alls fóru 7 Kjalarmenn til leitar á öllum tækjum sveitarinnar.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna líkamsárásar í heimahúsi. Fjórir fóru á vettvang.

Útköll eftir árum: