Flugeldasölu hætt

Björgunarsveitin Kjölur hefur tók þá ákvörðun í fyrra að hætta flugeldasölu og treysta á aðrar fjáraflanir til þess að halda úti starfinu. Útköll á árinu eru orðin 90 talsins, aðallega vegna leita, slysa, bráðaveikinda og veðurs og mörg þeirra alvarleg. Á bak við hvert útkall eru margar vinnustundir í þjálfun félaga eða viðhaldi tækja og búnaðar. Auk þess sinnir sveitin ýmsum forvarnarverkefnum, fundum og fjáröflunum með fámennum en virkum hópi. Allt starfið byggir á tíma sjálfboðaliðans og velvilja fjölskyldu og vinnuveitanda. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja sveitina beint, er bent á reikning 0315-26-26332 og kennitala 690390-1089. ‹ Lesa Meira

Ljósaganga í Esju

  Árleg ljósaganga á vegum Ljóssins fór fram í gær í Esjuhlíðum, þrátt fyrir norðangarra og hálku. Talsverður fjöldi göngumanna hélt í fjallið með storminn í fangið og myndaði á niðurleið fallegan ljósafoss með höfuðljósum. Að venju voru björgunarsveitarmenn frá Kili og Sigurvon göngumönnum til halds og traust á leiðinni. Vert er að minna á mikilvægi þess að kynna sér veðurspár, vera vel klæddur og nota öryggisbúnað við útivist á þessum árstíma. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. ‹ Lesa Meira

.. Þetta helst ..

  Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá björgunarsveitinni undanfarið, þótt rólegt hafi verið í útköllum, fjögur í nóvember. Hér  fyrir neðan er stiklað á stóru hvað helst hefur borið við í starfi Kjalar, fjáröflun, fræðsla og uppfærsla á búnaði. Bjsv Kjölur seldi slöngubátinn í sumar og fest kaup á tveim sæþotum í staðinn. Þessa dagana er verið er að útbúa þær og gera útkallshæfar. Þá fengu nemendur í 8.-10. bekk Klébergsskóla á Kjalarnesi fræðslu um endurlífgun. Farið var yfir ýmsa þætti eins og hvernig má kanna meðvitund, beitungu hjartahnoðs, (sjá mynd) blástur fyrir ungabörn og meðferð hjartastuðtækis. Fyrirhugað er að… ‹ Lesa Meira

Vettvangsvakt í Skaftafelli

  Dagana 1.-12. ágúst sl. kom Kjölur að vettvangsvakt björgunarsveita í Skaftafelli. Tveir menn ásamt farartæki fóru á vegum sveitarinnar og stóðu vaktina ásamt góðum félögum víðs vegar af landinu. Vettvangsvaktin snýst, líkt og hálendisvaktin um forvarnir, stytta viðbragðstímann og styðja við björgunarsveitir á svæðinu. Verkefni voru nokkur og af ýmsu tagi en einnig gafst tækifæri til þess að njóta útivistar og náttúru í Öræfum. Á myndinni má sjá félaga frá Hjálparsveit skáta í Aðaldal, björgunarsveitinni Dagrenningu Hólmavík, slysavarnadeildinni Unu í Garði og Kili. ‹ Lesa Meira

Kjölur stendur hálendisvakt á Sprengisandi

Nokkrir harðsnúnir galvaskir félagar í Kili lögðu í hann sunnudaginn 15. júlí til að standa sína plikt á hálendisvakt björgunarsveitanna á Sprengisandi.  Eftir að hafa hlaðið nauðsynlegustu tækjum og tólum, nesti, nýjum skóm og fatnaði, um borð í fararskjótann Kjöl 1, sett fjórhjól á kerru og gert við kerrudekk, spáð og spökulerað, var allt klárt og lagt í hann laust fyrir hádegi frá Þórnýjarbúð á Kjalarnesi, til viku dvalar í Nýjadal á Sprengisandi. ‹ Lesa Meira

Slöngubáturinn farinn á ný mið

Kjölur slöngubátur, sem þjónað hefur okkur dyggilega í 12 ár, hefur verið seldur og heldur nú á ný mið við Breiðafjörð. Í stað bátsins er áætlað að sinna leit og björgun á sjó og vötnum með tveimur jet skíðum. Skíðin eru í pöntun og reiknað með að þau verði útkallsklár í lok sumars. Síðasta verkefni slöngubátsins var gæsla á Hátíð Hafsins og Sjómannadaginn í Reykjavíkurhöfn 3.-4. júní síðastliðinn. ‹ Lesa Meira

Rysjótt tíð í febrúar

Það hefur verið í ýmis horn að líta hjá björgunarsveitum landsins í febrúar. Hver lægðin á fætur annarri hefur valdið usla með hvassviðri, og úrkomu af ýmsu tagi. Það sem af er febrúar eru 19 útköll komin hjá Kili, þar af 9 vegna veðurs hér á svæðinu eða í grenndinni.   Línuritsmyndin sýnir vikuyfirlit fyrir Skrauthólaveðurstöðina (af vef Veðurstofunnar). Á henni má sjá hvernig þrjár lægðir  hafa heimsótt okkur með stuttu millibili og mestu vindhviður skotist yfir 50 metra á sekúndu, ( 180 km/ klst ) miðjulægðin  er í fárviðrisstyrkleika. Vegalokanir eru tíðar og sýnist fólki sitt hvað um þær. Veður er mismunandi kringum… ‹ Lesa Meira